Vörurnar frá TARAMAR byggja á langtíma rannsóknum þar sem virkni hefur verið sannprófuð með lifandi frumulíkönum. Þessi nýstárlega aðferð gerir kleift að velja eingöngu efni sem hafa góð áhrif á húðfrumurnar; t.d. með því að fanga sindurefni, draga úr oxun og bólgum, styrkja collagenþræði, viðhalda réttu raka- og sýrustigi og efla heilbrigð efnaskipti og bruna. Rannsóknirnar hafa verið unnar í samstarfi við vísindamenn frá Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð.
GÆÐIN
Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.
There are no reviews yet.